Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar sameiginlegt verkefni Samherja Íslands hf., HB Granda hf., Vísis hf. og Þorbjarnar hf. um framleiðslu á kollagen úr fiskroði og beinum. Hið sameiginlega verkefni felur í sér samruna í skilningi, sbr. d-lið 1. mgr. 17. gr. samkeppnislaga. Að mati samrunaaðila þá uppfyllir Collagen ehf. skilyrði til þess að teljast sjálfstæð efnahagsleg eining. Verksmiðju Collagen ehf. sé ætlað að starfa í sérstöku húsnæði óháð eigendum og að félaginu verði skipuð sjálfstæð stjórn. Þá muni Collagen ekki taka yfir neina starfsemi sem fram fari á vegum eigenda félagsins og að allar ákvarðanir um rekstur og stefnu félagsins verði teknar með sjálfstæðum hætti. Samkeppniseftirlitið telur að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.
13 / 2018
HB Grandi hf.
Samherji hf.
Vísir hf.
Þorbjörn hf.
Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
Samrunamál
"*" indicates required fields