Samkeppni Logo

Lánveitendur fá undanþágu til samstarfs til að koma til framkvæmda frestun á innheimtu lána fyrirtækja vegna COVID-19

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað samstarf lánveitenda á vettvangi Samtaka fjármálafyrirtækja og Landssambands lífeyrissjóða, sem miðar að því koma til framkvæmda tímabundinni frestun á innheimtu lána fyrirtækja. Eru þessar aðgerðir liður í viðbrögðum við COVID-19.

Samstarfið er bundið skilyrðum sem ætlað er að tryggja enn frekar hagsmuni fyrirtækja sem nú standa frammi fyrir óvæntum rekstrarerfiðleikum af völdum COVID-19. Þannig eiga skilyrðin að tryggja að samstarf lánveitenda komi ekki í veg fyrir að einstakir lánveitendur geti veitt viðskiptavinum sínum frekari greiðsluerfiðleikaúrræði en samkomulagið kveður á um.

Einnig stuðla skilyrðin að því að lánveitendur geti aðlagað afgreiðslu frestana að fenginni reynslu og að öðru leyti komið til móts við þarfir lífvænlegra fyrirtækja.

Ákvörðunin felur í sér undanþágu frá banni samkeppnislaga við samstarfi keppinauta.

Ákvarðanir
Málsnúmer

13 / 2020

Dagsetning
20200323
Fyrirtæki

Landssamtök lífeyrissjóða

Samtök fjármálafyrirtækja

Atvinnuvegir

Fjármálaþjónusta

Önnur fjármálaþjónusta

Málefni

Undanþágur

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.