Samkeppni Logo

Kaup Basko ehf. á Eldum rétt ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið
hefur haft til umfjöllunar kaup Basko ehf. á helmingshlut í Eldum rétt ehf. Basko er
eignarhaldsfélag í eigu Horns III slhf., Árna Péturs Jónssonar, Station ehf. og
Borgarhólma ehf. Félagið heldur utan um eignarhluti í nokkrum fyrirtækjum í
verslunar- og veitingarekstri og er skráður tilgangur þess samkvæmt samþykktum
félagsins verslunar- og veitingarekstur, eignaumsýsla, rekstur fasteigna,
fjárfestingar í félögum með skylda starfsemi, lánastarfsemi, inn- og
útflutningur, kaup og sala eigna og annar skyldur rekstur. Helstu félög sem eru
undir yfirráðum Basko eru Basko verslanir ehf. sem hefur aðallega með höndum
rekstur verslanakeðja á smásölumarkaði með dagvörur undir vörumerkjunum 10-11
og Iceland. Eldum rétt er netverslun sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu matarpakka
sem séu sér tilbúnir til eldunar fyrir heimili.


undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat
Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki
til myndunar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni
á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur
að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005.

Ákvarðanir
Málsnúmer

14 / 2018

Dagsetning
9. maí 2018
Fyrirtæki

Basko ehf.

Eldum rétt ehf.

Atvinnuvegir

Matvörur

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.