Samkeppni Logo

Samruni Umbreytingar II slhf., AU 23 ehf. og Hótel Hafnar ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið tók afstöðu til samruna Umbreytingar II slhf., AU 23 ehf. og Hótel Hafnar ehf.

AU 23 er eignarhaldsfélag en félagið hefur ekki haft neinn rekstur á höndum síðan það var stofnað. Félagið er í fullri eigu Umbreytingar II slhf. sem er framtaksjóður í rekstri Alfa Framtaks ehf.

Hótel Höfn rekur samnefnt hótel ásamt veitingastað á Höfn í Hornafirði.

Félögin starfa því á ólíkum mörkuðum, en að mati Samkeppniseftirlitsins hefur ekkert komið fram við rannsókn málsins sem gefur tilefni til að skilgreina markaði málsins með öðrum hætti en samrunaaðilar hafa talið og gert hefur verið í fyrri ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins. Þar sem ekki er skörun í starfsemi samrunaaðila eða félaga í samstæðu þeirra, né er kaupandi að taka yfir starfsemi fyrirtækis sem framleiðir og/eða selur aðföng fyrir starfsemi hins, er hvorki um láréttan né lóðréttan samruna að ræða. Ljóst er því að fjárfesting og kaup AU23 á Hótel Höfn telst til samsteypusamruna í samkeppnisréttarlegum skilningi.

Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að engar vísbendingar séu um að samruninn komi til með að hindra virka samkeppni. Af þeim sökum sér eftirlitið ekki ástæðu til þess að aðhafast vegna þessa samruna.

Ákvarðanir
Málsnúmer

20 / 2023

Dagsetning
30. júní 2023
Fyrirtæki

AU 23 ehf.

Hótel Höfn ehf.

Umbreyting ll slhf.

Atvinnuvegir

Ferðaþjónusta

Samgöngur og ferðamál

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.