Samkeppni Logo

Sennilegt brot Símans hf., Noona Labs ehf. og Noona Iceland ehf. gegn samkeppnislögum

Reifun

Ákvörðun til bráðabirgða var tekin 12. júlí 2024 vegna sennilegs brots Símans hf., Noona Labs ehf. og Noona Iceland ehf. á banni við því að framkvæma samruna áður en Samkeppniseftirlitið hefur tekið afstöðu til hans. Kaup Símans á öllu hlutafé Noona höfðu verið tilkynnt Samkeppniseftirlitinu, en fullbúin tilkynning barst eftirlitinu þann 4. júlí sl. Athugun Samkeppniseftirlitsins á samrunanum var því nýhafin. 

Að mati Samkeppniseftirlitsins gáfu gögn og upplýsingar sem eftirlitið hefur undir höndum til kynna að samrunaaðilar höfðu þegar hafið markaðssetningu gagnvart nýjum viðskiptavinum á grundvelli samrunans, en Síminn mun taka yfir allan innlendan rekstur Noona Labs með kaupum á Noona Iceland (hér eftir nefnd saman Noona). Gáfu gögn jafnframt til kynna að Noona hefði náð til sín nýjum viðskiptavinum á grundvelli þessarar markaðssetningar. 

Í samkeppnisrétti ESB/EES og íslenskum rétti er lögð á það áhersla að samrunafyrirtæki framkvæmi ekki samruna fyrr en samkeppnisyfirvöld hafa haft tækifæri til að rannsaka samkeppnisleg áhrif hans lögum samkvæmt. Er þetta mikilvægt því eðli máls samkvæmt getur hlotist af því tjón fyrir viðskiptavini eða keppinauta ef samruni er framkvæmdur áður en samkeppnisyfirvöld hafa haft tækifæri til að grípa til mögulegrar íhlutunar.

Í bráðabirgðaákvörðuninni var mælt fyrir um skyldu Símans og Noona að láta af af allri markaðssetningu á grundvelli samrunans.

Ákvarðanir
Málsnúmer

21 / 2024

Dagsetning
20240712
Fyrirtæki

Noona Iceland ehf.

Noona Labs ehf.

Síminn hf.

Atvinnuvegir

Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun

Málefni

Annað

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.