Samkeppni Logo

Kaup Símans hf., á Sensa ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning um kaup Símans hf. á öllu hlutafé Sensa ehf. Var  lagt mat á það hvort samruninn myndi hindra virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða yrði til eða að slík staða myndi styrkjast.  Athugun Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að sameiginleg markaðshlutdeild umræddra fyrirtækja á þeim markaði sem um ræðir bendi  ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða slík staða styrkist við samrunann. Þá kom einnig í ljós að litlar aðgangshindranir eru að viðkomandi markaði. Það er því mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn muni ekki hafa skaðleg samkeppnisleg áhrif. Telur eftirlitið því ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna hans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.

Ákvarðanir
Málsnúmer

22 / 2007

Dagsetning
20070518
Fyrirtæki

Sensa ehf.

Síminn hf.

Atvinnuvegir

Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun

Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.