Þann 24. júlí 2009 barst Samkeppniseftirlitinu samrunatilkynning vegna kaupa Landsbanka Íslands hf. (hér eftir LAIS) og fjárfestingarsjóðanna Yucaipa American Alliance Fund II, LP og Yucapia American Alliance (Parallel) Fund II, LP (hér eftir Yucapia) á samtals 78,3% hlut í félaginu L1003 ehf. (hér eftir L1003). Fullnægði tilkynningin skilyrðum samkeppnislaga og reglna nr. 684/2008 um tilkynningu samruna en félögum sem ekki starfa á sömu mörkuðum er heimilt að skila styttri tilkynningu skv. 6. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga vegna samruna. Eignarhlutur LAIS nemur 46% hlutafjár en eignarhlutur Yucapia 32,3%.
29 / 2009
Landsbanki Íslands hf.
Yucaipa American Alliance
Fjármálaþjónusta
Samrunamál
"*" indicates required fields