Samkeppni Logo

Kaup Sjávarsýnar ehf. á öllu hlutafé í Ellingsen ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Sjávarsýnar ehf. á öllu hlutafé í Ellingsen ehf. sem hefur með höndum rekstur verslunar í Reykjavík og flytur inn vel þekktar útivistar og lífstílsvörur. Sjávarsýn er fjárfestingafélag í einkaeigu og hefur félagið ekki starfsemi á markaði Ellingsen. Því er um svokallaðan samsteypusamruna að ræða (e. conglomerate merger) og er því ekki um að ræða samþjöppun á markaði málsins. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að engar vísbendingar séu um að samruninn komi til með að hinda virka samkeppni. Því er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. c samkeppnislaga nr. 44/20015.

Ákvarðanir
Málsnúmer

30 / 2015

Dagsetning
27. október 2015
Fyrirtæki

Ellingsen ehf.

Sjávarsýn ehf

Atvinnuvegir

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.