Samkeppni Logo

Kaup Alvogen Iceland ehf. á samheitalyfjum Teva á Íslandi

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar kaup Alvogen Iceland ehf. á tilteknum samheitalyfjum fyrirtækisins Teva Pharmaceuticals Europe B.V. á Íslandi. Upphaf málsins má rekja til meðferðar framkvæmdastjórnar ESB á samruna lyfjafyrirtækjanna Teva og Allergan Generics (Actavis). Í ákvörðun sinni vegna samrunans setti framkvæmdastjórnin þau skilyrði um að samheitalyf Teva á Íslandi yrðu seld út úr rekstrinum. Var þeim skilyrðum ætlað að tryggja samkeppni á íslenska samheitalyfjamarkaðinum.  

Alvogen og Teva komust að samkomulagi um kaup Alvogen á þeim samheitalyfjum sem Teva hafði markaðssett á Íslandi. Taldi Samkeppnieftirlitið að það fæli í sér samruna og kallaði því eftir tilkynningu skv. 3. mgr. 17. gr. b. samkeppnislaga. Komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni að samruninn kæmi ekki til með að hafa skaðleg áhrif á samkeppni á milli keppinauta á sama sölustigi (lárétt áhrif). Aftur á móti taldi Samkeppniseftirlitið að samruninn myndi hugsanlega leiða til lóðréttrar útilokunar keppinautarins Lyfis sem hafði dreift Teva lyfjunum á Íslandi undanfarin ár. Við meðferð málsins óskaði Alvogen eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið. Leiddu þær til sáttar sem felur í sér að Lyfis fær lengri umþóttunartíma til þess að bregðast við missi dreifingarsamnings vegna Teva lyfjanna.

Ákvarðanir
Málsnúmer

32 / 2017

Dagsetning
22. september 2017
Fyrirtæki

Alvogen Iceland ehf.

Teva á Íslandi

Atvinnuvegir

Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.