Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning frá Kaupþingi banka hf. um kaup hans á NIBC Holding N.V. sem var eini eigandi hins hollenska banka NIBC N.V. Áður hafði Samkeppniseftirlitið veitt Kaupþingi undanþágu frá veitingu upplýsinga um samrunann hvað varðar kafla 2 til 9 í viðauka við reglur um tilkynningu samruna. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins benti ekki til þess að röskun yrði á samkeppni vegna samruna aðila. Sá Samkeppniseftirlitið því ekki tilefni til þess að aðhafast vegna samrunans. Ákvörðun
44 / 2007
Kaupþing banki hf.
NIBC Holding N.V.
Fjármálaþjónusta
Samrunamál
"*" indicates required fields