Samkeppni Logo

Kaup Nýja kaupþings banka hf. á Hafrahlíð ehf.

Reifun

Þann 18. febrúar sl. barst Samkeppniseftirlitinu tilkynning vegna samruna Nýja kaupþings banka hf. (hér eftir Nýja kaupþing) og Hafrahlíðar ehf. (hér eftir Hafrahlíð) í samræmi við ákvæði 17. gr. a samkeppnislaga nr. 44/2005. Fullnægði tilkynningin skilyrðum samkeppnislaga og reglna nr. 684/2008 um tilkynningu samruna en félögum sem ekki starfa á sömu mörkuðum er heimilt að skila styttri tilkynningu skv. 6. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga vegna samruna. Dótturfélög Hafrahlíðar Hekla ehf. og Hekla fasteignir ehf. komust með samrunanum undir yfirráð Nýja kaupþings. Af samrunatilkynningu mátti ráða að ekki hefði stofnast til yfirráða Kaupþings yfir öðrum keppinautum á viðkomandi mörkuðum. Samkeppniseftirlitið taldi ekki ástæða til þess að aðhafast frekar vegna samrunans.

Ákvarðanir
Málsnúmer

7 / 2009

Dagsetning
20. febrúar 2009
Fyrirtæki

Hafrahlíð ehf.

Nýi Kaupþing banki hf.

Atvinnuvegir

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Vélar og tæki

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.