Samkeppni Logo

Undanþága til handa Samtökum ferðaþjónustunnar vegna útbreiðslu COVID-19

Reifun

 Undanþága til handa Samtökum ferðaþjónustunnar vegna útbreiðslu COVID-19

Með bréfi, dags. 3. mars 2020 óskuðu Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eftir undanþágu Samkeppniseftirlitsins frá banni 12. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 við samkeppnishamlandi aðgerðum samtaka fyrirtækja, sbr. bann 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 við samráði, vegna nánar tilgreindra aðgerða samtakanna sem miða að því að auðvelda ferðaþjónustuaðilum að bregðast við breyttum aðstæðum vegna kórónaveiru COVID-19.

Í undanþágubeiðninni eru reifaðar þær aðgerðir sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ráðist í og þróun veirunnar á heimsvísu sem og hér á landi. Er jafnframt gerð grein fyrir því að yfirvofandi sé alvarleg hætta á að rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja muni versna verulega vegna útbreiðslu veirunnar og munu koma í auknum mæli fram í bókunarstöðu ferðaþjónustunnar, hvort sem litið sé til skemmri eða lengri tíma. Í því sambandi er minnt á mikilvægi ferðaþjónustu fyrir íslenskt efnahagslíf.

Þá er rakið í undanþágubeiðninni að ferðaþjónustufyrirtæki í Þýskalandi hafi brugðist við aukinni rekstraráhættu sem fylgi útbreiðslu og fréttum af útbreiðslu kórónaveiru COVID-19 með tímabundnum breytingum á viðskiptaskilmálum, þ.e. styttingu afbókunarfresta og niðurfellingu afbókunargjalda. Jafnframt er vísað til þess að samtök írskra ferðaþjónustufyrirtækja (ITAA) hafi þann 3. mars 2020 sent út tilkynningu til aðildarfyrirtækja sinna þar sem velt er upp möguleikum til þess að liðka til fyrir áframhaldandi ferðamannastraumi, m.a. með auknum sveigjanleika í bókunum. Með því sé ferðamönnum gert auðveldara að skipuleggja ferðalög þrátt fyrir yfirvofandi óvissu.

Ákvarðanir
Málsnúmer

9 / 2020

Dagsetning
20200304
Fyrirtæki

Samtök ferðaþjónustunnar

Atvinnuvegir

Ferðaþjónusta

Samgöngur og ferðamál

Málefni

Undanþágur

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.