Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Erindi Líkamsræktarstöðvarinnar hf. vegna rekstrar Íþróttamiðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 17/1996
 • Dagsetning: 8/5/1996
 • Fyrirtæki:
  • Líkamsræktarstöðin hf
 • Atvinnuvegir:
  • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Afþreying, íþróttir, happdrætti og fjárhættuspil
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun

  Verðlagning Íþróttamiðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum á þjónustu í samkeppni við Líkamsræktarstöðina var talin hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Samkeppnisráð beindi fyrirmælum um verðlagninguna: „Samkeppnisráð mælir fyrir um að Íþróttamiðstöðin verðleggi þá þjónustu sem seld er í samkeppni við Líkamsræktarstöðina hf. þannig að ekki verði um undirverðlagningu að ræða sem hafi skaðleg áhrif á viðkomandi markaði. Samkeppnisþjónustuna skal ekki verðleggja undir þeim kostnaði sem henni tengist, bæði breytilegum og föstum kostnaði ásamt hlutdeild í sameiginlegum kostnaði. Við mat á kostnaði skal m.a. hafa hliðsjón af fjárbindingu í tækjum og búnaði og reikna eðlilega markaðsvexti af þeim. Ennfremur skal reikna með húsnæðiskostnaði í verðlagningunni. Innheimta skal sérstaklega fyrir aðgang almennings að ljósabekkjum, tækjasal og sundlaug.“