Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Mál Tannsmiðafélags Íslands gegn Tryggingastofnun ríkisins

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 29/1997
 • Dagsetning: 1/9/1997
 • Fyrirtæki:
  • Tannsmiðafélag Íslands
 • Atvinnuvegir:
  • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Ýmis þjónusta sem ekki er tilgreind annars staðar
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun

  Tannsmiðir gerðu kröfu um að Tryggingastofnun ríkisins semdi við þá umlögboðnar endurgreiðslur vegna sjúkratryggðra á sama hátt og samið hafi verið við

  Tannlæknafélag Íslands um endurgreiðslur. Ákvörðun samkeppnisráðs var eftirfarandi: „Með hliðsjón af markaðsráðandi stöðu Tryggingastofnunar ríkisins, sem kaupanda á tannlækna- og tannsmíðaþjónustu fyrir elli- og örorkulífeyrisþega og þá sem slysatryggðir eru samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 117/1993, telur samkeppnisráð að synjun Tryggingastofnunar ríkisins á gerð samnings við tannsmíðameistara sem sérhæfðir eru í smíði á lausum gervigómum, um lögboðnar endurgreiðslur vegna fyrrgreindra skjólstæðinga Tryggingastofnunar, hafi skaðleg áhrif á samkeppni í skilningi 17. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 og stríði gegn markmiði laganna, sbr. 1. gr. þeirra.

  Að mati samkeppnisráðs getur það ekki samrýmst samkeppnislögum að byggja synjun á gerð slíks samnings á því að tannsmiðir tilgreini fyrirfram þá tannlækna sem þeir hyggist skipta við á grundvelli samnings þeirra við Tryggingastofnun ríkisins.

   Með vísan til 17. gr. samkeppnislaga beinir samkeppnisráð þeim fyrirmælum til Tryggingastofnunar ríkisins að ganga til samninga við tannsmíðameistara sem sérhæfðir eru í smíði á lausum gervigómum, um lögboðnar endurgreiðslur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega og þá sem slysatryggðir eru samkvæmt almannatryggingalögum, á þeim grundvelli sem markaður er í almannatryggingalögum.“