Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun öryggisþjónustufyrirtækisins Vara vegna fjarvöktunar á þjófavarnarkerfum hjá Brunavörnum Suðurnesja.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 6/1994
  • Dagsetning: 10/3/1994
  • Fyrirtæki:
    • Brunavarnir Suðurnesja
    • Vara
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
    • Ýmis þjónusta sem ekki er tilgreind annars staðar
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Vari kvartaði yfir því að að Brunavarnir Suðurnesja (BS) hefðu tekið að sér að fjarvakta þjófavarnarkerfi. BS eru í eigu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum annaðist bókhald og fjárreiður BS. Bókhaldið var ekki aðgreint með þeim hætti að unnt væri að sjá afkomu af einstökum þjónustueiningum BS, þ.m.t. fjarvöktun þjófavarnarkerfa. Til að taka af allan vafa um að fjarvöktun Brunavarna Suðurnesja á þjófavarnakerfum eða önnur þjónusta sem rekin er í frjálsri samkeppni við aðra aðila sé ekki greidd niður með tekjum af annarri verndaðri starfsemi stofnunarinnar, mælti samkeppnisráð fyrir um fjárhagslegan aðskilnað samkeppnisrekstrarins og þess hluta af rekstri Brunavarna Suðurnesja sem nýtur einkaleyfis eða verndar.