Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun Kaupmannasamtaka Íslands yfir breyttum viðskiptakjörum ÁTVR við tóbakssölu

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 19/1997
 • Dagsetning: 2/6/1997
 • Fyrirtæki:
  • Kaupmannasamtök Íslands
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Áfengi og tóbak
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun

  Kaupmannasamtök Íslands fóru þess á leit að S beindi þeim fyrirmælum til ÁTVR að verslunin veitti afslátt við staðgreiðslu á tóbaki til endursölu. Með heimild í 17. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 mælti samkeppnisráð fyrir um að ÁTVR byði viðskiptavinum sínum viðskiptakjör við sölu á tóbaki sem samræmdust því hagræði sem magn viðskiptanna gæfi tilefni til. Viðskiptakjör skyldu vera almenn þannig að fyrirtæki sem ættu í samskonar viðskiptum við verslunina nytu sömu kjara. Upplýsingar um viðskiptakjör í viðskiptum með tóbak skyldu aðgengilegar hjá ÁTVR.

  [Máli þessu var áfrýjað; sjá Úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 11/1997]

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir