Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Erindi Norðurljósa samskiptafélags hf. um samkeppnisstöðu leyfisbundins útvarpsrekstrar einkaaðila gagnvart Ríkisútvarpinu

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 39/2001
 • Dagsetning: 4/12/2001
 • Fyrirtæki:
  • Ríkisútvarpið
  • Norðurljós samskiptafélag hf
 • Atvinnuvegir:
  • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun

  Erindi barst frá Norðurljósum samskiptafélagi hf. þar sem því var beint til samkeppnisyfirvalda að taka til skoðunar starfsemi Ríkisútvarpsins með hliðsjón af samkeppnislögum. Málshefjandi taldi að ákvæði útvarpslaga um útvarpsgjald til handa Ríkisútvarpinu fæli í sér óhæfilega takmörkun á atvinnufrelsi og í reynd hreina aðgangshindrun. Hin lögbundnu sérréttindi Ríkisútvarpsins stríddu því gegn markmiðum samkeppnislaga eins og þau væru skilgreind í 1. gr. laganna. Í erindinu var gerð sú krafa að samkeppnisyfirvöld gripu þegar til aðgerða gagnvart Ríkisútvarpinu, líkt og gert hafi verið gagnvart öðrum stofnunum og fyrirtækjum ríkisins, og tryggðu raunhæfan samkeppnisgrundvöll einkarekinna ljósvakamiðla annars vegar og Ríkisútvarpsins hins vegar m.a. með fyrirmælum um fjárhagslegan aðskilnað. Samkeppnisráð taldi ekki lagaskilyrði til íhlutunar.

  Í úrskurði í máli nr. 3/2002 var staðfest ákvörðun samkeppnisráðs nema hvað lagt var fyrir samkeppnisráð að taka afstöðu til þess hvor ástæða væri til að beita 19. gr. samkeppnislaga vegna viðskiptahindrana sem fælust í lögum nr. 122/2000 um Ríkisútvarpið. 

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir