Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun Vallarvina ehf. yfir samkeppnishömlum flugmálayfirvalda á Keflavíkurflugvelli og Flugstöð Leifs Eiríkssonar gagnvart starfsemi fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 35/2000
 • Dagsetning: 4/12/2000
 • Fyrirtæki:
  • Vallarvinir ehf
  • Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf
 • Atvinnuvegir:
  • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun

  Vallarvinir ehf. kvörtuðu yfir samkeppnishindrunum sem starfsemi fyrirtækisins mætti á Keflavíkurflugvelli. Um var að ræða afgreiðslu flugvéla en veiting starfsleyfa hefði lotið ýmsum hömlum m.a. af hálfu Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Samkeppnisráð taldi að Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. hefði með því að synja Vallarvinum um aðstöðu til innritunar og farþegaþjónustu brotið gegn 17. gr. samkeppnislaga. Þeim fyrirmælum var beint til Flugstöðvarinnar að semja við Vallarvini um nauðsynlega aðstöðu til innritunar og farþegaþjónustu.

  Í úrskurði sínum nr. 1/2001 lagði áfrýjunarnefnd fyrir Flugstöðina að finna viðunandi lausn innan þriggja vikna á þeim álitaefnum um afgreiðsluaðstöðu sem málið fjallaði um og gera Vallarvinum kleift að stunda starfsemi sína óháð starfsemi Flugleiða.

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir