Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Erindi Nýherja hf. og Öryggisþjónustunnar hf. um notkun Securifon-búnaðar á símstöðvum Pósts og síma

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 20/1996
 • Dagsetning: 22/5/1996
 • Fyrirtæki:
  • Nýherji hf
 • Atvinnuvegir:
  • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
  • Önnur tengd fjarskiptaþjónusta
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun

  Samkeppnisráð taldi að með því að heimila aðeins einu öryggisþjónustufyrirtæki að hafa búnað til línuvöktunar inni á símstöðvum Pósts og síma væri fyrirtækjum á sviði öryggisþjónustu mismunað og samkeppni milli þeirra hindruð.

   Beindi samkeppnisráð því til Póst- og símamálastofnunar að stofnunin tæki um það ákvörðun fyrir 1. júlí 1996 hvort hún hygðist veita öryggisþjónustufyrirtækjum þjónustu sem tengdist vöktun símalína og þá hvert fyrirkomulag yrði á þeirri þjónustu.

  Ákvæði Póst- og símamálastofnun að veita nefnda þjónustu þyrfti stofnunin að gæta þess að þjónustan yrði veitt öllum öryggisþjónustufyrirtækjum, sem hennar óskuðu, á grundvelli hlutlægra og sanngjarnra reglna þannig að samkeppni milli þeirra yrði ekki raskað af þeim sökum.