Samkeppni Logo

Yfirtaka NBI hf. á Björgun ehf.

Reifun

Landsbanki Íslands tók Björgun sem hefur starfað við ýmis konar framkvæmdir, efnisvinnslu og landþróun. Það var niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að yfirtakan raskaði samkeppni og að nauðsynlegt væri að setja samrunanum skilyrði. Féllust samrunaaðilar á að hlíta þeim skilyrðum sem sett eru fram í ákvörðuninni. Um er að ræða ítarleg skilyrði, sem miða að því að draga úr samkeppnisröskun sem stafað getur af eignarhaldi bankans á fyrirtækinu. Hefur Landsbankinn fallist á að hlíta þeim skilyrðum sem sett eru fram í ákvörðuninni, með undirritun sáttar. Við vinnslu málsins hefur einnig verið höfð hliðsjón af kvörtunum og ábendingum sem Samkeppniseftirlitinu hafa borist.

Á meðal skilyrða má nefna að lögð er sú skylda að selja Björgun eins fljótt og auðið er. Jafnframt er mælt fyrir um ýmis skilyrði sem ætlað er að koma í veg fyrir mögulega samhæfingu í viðskiptastefnu atvinnufyrirtækja undir yfirráðum NBI hf. og tryggja að þau starfi áfram sem sjálfstæðir keppinautar á markaði.

Ákvarðanir
Málsnúmer

5 / 2011

Dagsetning
8. febrúar 2011
Fyrirtæki

Björgun ehf.

Atvinnuvegir

Byggingarþjónusta

Framleiðsla á byggingarefnum

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.