Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Ákvörðun til bráðabirgða: Sennileg misnotkun Íslandspóst hf. á markaðsráðandi stöðu

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 1/2010
 • Dagsetning: 9/2/2010
 • Fyrirtæki:
  • Íslandspóstur hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Ýmis þjónusta sem ekki er tilgreind annars staðar
 • Málefni:
  • Markaðsyfirráð
 • Reifun

  Í bráðabirgðaákvörðuninni er komist að þeirri niðurstöðu að sennilegt sé að Íslandspóstur hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína í samskiptum sínum við Póstmarkaðinn, þegar síðarnefnda fyrirtækið leitaði samninga við Íslandspóst. Er talið í ákvörðuninni að Íslandspóstur hafi með skilmálum sínum gagnvart Póstmarkaðnum mismunað aðilum með ólögmætum hætti. Var það gert annars vegar með því að bjóða viðskipti á grundvelli mánaðarlegs magns en ekki árlegs magns (eins og skilmálar Íslandspósts í gjaldskrá fyrir stórnotendur gera ráð fyrir) og hins vegar með því að gera kröfu um aðra skilmála varðandi flokkun og afhendingu pósts sem aðrir stórnotendur þurfa ekki að lúta. Jafnframt er talið að skilmálarnir geti falið í sér sölusynjun. Þykir nægilega í ljós leitt að um hafi verið að ræða óeðlileg viðbrögð markaðsráðandi fyrirtækis við mögulegri samkeppni.

  Að mati Samkeppniseftirlitsins má ætla að um sé ræða alvarleg brot sem eru til þess fallin að raska samkeppni. Einnig er nægilega líklegt að bið eftir endanlegri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins geti leitt til röskunar á samkeppni. Af þeim sökum er talið nauðsynlegt að beina þeim fyrirmælum til Íslandspósts að semja við Póstmarkaðinn á tilteknum forsendum. Gildir bráðabirgðaákvörðunin til 1. ágúst 2010.

Tengt efni

Fréttir og tilkynningar