Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni NBI hf. og Avant hf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 6/2011
 • Dagsetning: 16/2/2011
 • Fyrirtæki:
  • NBI hf.
  • Avant hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjármálaþjónusta
  • Fjárfestingabankastarfsemi
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  NBI er viðskiptabanki sem m.a. fjármagnar kaup á bifreiðum og atvinnufyrirtækjum. Fer sú starfsemi að meginstefnu til fram í gegnum dótturfélag bankans SP-fjármögnun. Avant var virkt fyrirtæki í sömu starfsemi en undanfarin misseri hefur markaðssókn Avant verið hætt og felst starfsemi félagsins fyrst og fremst í innheimtu útistandandi krafna. Jókst markaðshlutdeild NBI nokkuð við samrunann miðað við útistandandi kröfur og fjölda veittra bílalána. Samkeppniseftirlitið telur að við samrunann myndaðist hvorki né styrktist markaðsráðandi staða en á markaðnum væru fyrir ýmis mismunandi félög. Telur stofnunin ekki ástæðu til þess aðhafast vegna samrunans.