Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni ST eignarhaldsfélags ehf. og Steypustöðvarinnar ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 13/2011
 • Dagsetning: 8/4/2011
 • Fyrirtæki:
  • Steypustöðin ehf.
  • ST eignarhaldsfélag ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Byggingarþjónusta
  • Framleiðsla á byggingarefnum
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Með bréfi dags. 28. mars 2011 var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um fyrirhugaðan samruna ST eignarhaldsfélags ehf. (hér eftir ST) og Steypustöðvarinnar ehf. (hér eftir Steypustöðin). Sama dag barst Samkeppniseftirlitinu samrunaskrá sem var í samræmi við ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005 með síðari breytingum og reglur nr. 684/2008 um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum.

  Vegna rannsóknar málsins hefur Samkeppniseftirlitið aflað ýmissa gagna. Þá hafa starfsmenn Samkeppniseftirlitsins átt viðtöl við fulltrúa samrunaaðila og aðra aðila sem tengjast þeim mörkuðum sem málið varðar og fjallað verður um nánar hér á eftir, s.s. viðskiptavini, keppinauta og aðra hagsmunaaðila. Að því marki sem Samkeppniseftirlitið telur upplýsingar og viðhorf þessara aðila skipta máli fyrir niðurstöðu þessa máls er þeirra getið í ákvörðuninni. Auk þess hefur stofnunin nýtt sér gögn úr fyrri rannsóknum á tengdum mörkuðum.

  Viðræður Samkeppniseftirlitsins við samrunaaðila hafa leitt til þess að ST hefur gengist undir sátt í málinu á grundvelli 17. gr. f samkeppnislaga og 22. gr. reglna um málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins nr. 880/2005. Sáttin felur í sér að sett eru skilyrði fyrir þeim samruna sem um er fjallað í máli þessu.