Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Reglubundin upplýsingaskylda Stjörnugríss hf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 15/2011
  • Dagsetning: 27/4/2011
  • Fyrirtæki:
    • Stjörnugrís hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Matvörur
  • Málefni:
    • Annað
  • Reifun

    Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2011, Samruni Stjörnugríss hf. við Rekstrarfélagið Braut ehf. og LS2 ehf. var komist að þeirri niðurstöðu að eftir yfirtöku Stjörnugríss hf. á svínabúunum hafi félagið orðið markaðsráðandi á markaðnum fyrir svínarækt og styrkt markaðsráðandi stöðu sína á markaðnum fyrir slátrun á svínum. Markaðurinn fyrir svínarækt og aðrir tengdir markaðir væru því mjög viðkvæmir í samkeppnislegu tilliti. Þá væru verulegar aðgangshindranir fyrir hendi og í ljósi þess að ekki væri til staðar kaupendastyrkur, sem líklegur væri til að draga með verulegum hætti úr markaðsstyrk Stjörnugríss, gæti félagið í krafti stöðu sinnar náð fram óeðlilegum samningsskilmálum eða gripið til samkeppnishamlandi aðgerða gagnvart keppinautum sínum. Hins vegar voru ekki skilyrði að lögum að grípa til íhlutunar í samrunann.

    Með hliðsjón af þeirri niðurstöðu var það mat Samkeppniseftirlitsins að nauðsynlegt væri að koma á reglubundinni upplýsingagjöf Stjörnugríss um nánar tilgreind atriði til eftirlitsins í samræmi við 4. mgr. 19. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Þær upplýsingar myndu gera Samkeppniseftirlitinu kleift að meta hvort ástæða væri til sérstakra rannsókna á tilteknum atvikum eða leita sjónarmiða hagsmunaaðila.

Tengt efni

Fréttir og tilkynningar