Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Ákvörðun til bráðabirgða - Synjun IGS ehf. á fraktafgreiðslu til Cargo Express ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 1/2011
 • Dagsetning: 31/5/2011
 • Fyrirtæki:
  • IGS ehf.
  • Cargo Express ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Samgöngur og ferðamál
  • Flugþjónusta
 • Málefni:
  • Annað
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur í dag tekið ákvörðun til bráðabirgða vegna synjunar IGS ehf. á Keflavíkurflugvelli á fraktafgreiðslu fyrir fyrirtækið Cargo Express ehf. sem býður upp á fraktflutninga með flugvélum Iceland Express. Er talið sennilegt að með synjuninni hafi IGS misnotað markaðsráðandi stöðu sína á markaði fyrir sölu á fraktafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. IGS er dótturfélag Icelandair Group og þar með systurfélag Icelandair Cargo sem er með yfirburðarstöðu í fraktflutningum til og frá Íslandi. Í ákvörðuninni er þeim fyrirmælum beint til IGS að ganga þegar til samninga við Cargo Express um fraktafgreiðslu.