Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Horns Fjárfestingarfélags ehf. og Promens hf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 26/2011
 • Dagsetning: 13/7/2011
 • Fyrirtæki:
  • Promens hf.
  • Horn fjárfestingarfélag ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Iðnaðarframleiðsla, ekki tilgreind annars staðar
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Horn Fjárfestingarfélag ehf., dótturfélag Landsbankans hf., eignaðist meirihluta hlutafjár í Promens hf. Promens hf. er móðurfyrirtæki samstæðu fyrirtækja sem starfa í plastframleiðslu og reka fjölmargar verksmiðjur í Evrópu, Norður-Ameríku, Asíu og Afríku. Fyrirtækið framleiðir m.a. umbúðir fyrir matvæli, snyrtivörur og lyf. Promens á tvær verksmiðjur á Íslandi, Promens Dalvík ehf. (áður Sæplast) og Promens Tempra hf. (áður Tempra). Það var niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að yfirtakan raskaði samkeppni og nauðsynlegt væri að setja samrunanum skilyrði. Skilyrðin lúta að því að draga úr samkeppnisröskun sem stafað geta af eignarhaldi bankans á fyrirtækinu. Hafa Horn Fjárfestingarfélag ehf. og Landsbankinn hf. fallist á að hlíta þessum skilyrðum með undirritun sáttar.