Með ákvörðun nr. 26/2010 veitti Samkeppniseftirlitið Auðkenni ehf. undanþágu til 31. desember 2011 til að standa að ýmsum rekstri tengdum svokallaðri Íslandsrót. Auðkenni kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og með úrskurði nefndarinnar nr. 13/2010 var lagt fyrir Samkeppniseftirlitið að taka tímalengd undanþágunnar til nýrrar efnismeðferðar.
Samkeppniseftirlitið hefur fallist á kröfu Auðkennis ehf. og gildir undanþága til handa Auðkennis ehf. til að standa að ýmsum rekstri tengdum Íslandsrót nú til 31. desember 2015.
39 / 2011
Auðkenni ehf.
Fjármálaþjónusta
Önnur fjármálaþjónusta
Undanþágur
"*" indicates required fields