Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup óstofnaðs einkahlutafélags á Pennanum á Íslandi ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 16/2012
 • Dagsetning: 16/8/2012
 • Fyrirtæki:
  • Penninn á Íslandi ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Ýmsar rekstrarvörur sem ekki eru tilgreindar annars staðar
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup óstofnaðs einkahlutafélags á Pennanum á Íslandi ehf. Penninn er verslunarfyrirtæki sem selur m.a. bækur, skrifstofuvörur og skólavörur og rekur bæði smásöluverslun og heildsölu. Athuganir Samkeppniseftirlitsins gefa ekki til kynna að samruninn muni raska samkeppni. Í ljósi þessa er það mat eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.