Samkeppni Logo

Ósk Íslenskra orkurannsókna um undanþágu frá 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 vegna samninga við orkufyrirtæki um borholumælingar

Reifun
Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) óskuðu eftir undanþágu frá 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 á grundvelli 15. gr. sömu laga um að semja sameiginlega við orkufyrirtæki hér á landi um þjónustu á sviði borholumælinga í ljósi erfiðrar stöðu fyrirtækisins í kjölfar efnahagshrunsins. Í bréfi Samkeppniseftirlitsins til ÍSOR var bent á að framangreind samningsgerð gæti farið gegn 10. gr. samkeppnislaga. Fram kom að samkvæmt 15. gr. samkeppnislaga geti Samkeppniseftirlitið veitt undanþágu frá ákvæðum 10. gr. sl. að gefnum ákveðnum skilyrðum. Það leiddi til þess að samningsaðilar gerðu breytingar á fyrri frumdrögum að samningi sín á milli í því skyni að tryggja að samkeppni verði ekki raskað. Samkeppniseftirlitið taldi þær breytingar fullnægjandi og setti efnisatriði þeirra breytinga í samningi sem skilyrði fyrir undanþágu samkvæmt 15. gr. laganna. Með hliðsjón af framangreindu og með vísan til framangreindra skilyrða var undanþágubeiðni ÍSOR frá 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 á grundvelli 15. gr. sömu laga samþykkt.
Ákvarðanir
Málsnúmer

20 / 2012

Dagsetning
24. september 2012
Fyrirtæki

Íslenskar orkurannsóknir

Atvinnuvegir

Önnur orkuframleiðsla

Orkumál

Málefni

Undanþágur

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.