Í júlí sl. keypti Kvos ehf. alla hluti í Plastprenti ehf. af Framtakssjóði Íslands slhf. Fólu kaupin í sér samruna fyrirtækjanna sem tilkynnt var um til Samkeppniseftirlitsins. Að mati eftirlitsins var nauðsynlegt að grípa til íhlutunar vegna þeirra samkeppnislegu vandkvæða á umbúðamarkaði sem að óbreyttu myndu af samrunanum stafa. Lauk málinu með sátt Kvosar við Samkeppniseftirlitið, dags. 31. október 2012, þar sem fyrirtækið féllst á að hlíta tilteknum skilyrðum sem ætlað er að eyða hinum skaðlegu samkeppnislegu áhrifum samrunans. Í skilyrðunum felst m.a. kvöð á Kvos og Plastprent þess efnis að mismuna ekki viðskiptavinum á umbúðamarkaði í verði og öðrum viðskiptakjörum, að synja keppinautum fyrirtækjanna ekki um viðskipti, að tvinna ekki saman kaup á ólíkum vörum og verðleggja ekki framleiðsluvörur sínar þannig að um víxlniðurgreiðslu sé að ræða.
27 / 2012
Kvos ehf.
Plastprent ehf.
Iðnaðarframleiðsla, ekki tilgreind annars staðar
Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
Samrunamál
"*" indicates required fields