Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Lóðrétt samráð SORPU bs., Metans hf., N1 hf. og Orkuveitu Reykjavíkur um ákvörðun smásöluverðs á metangasi.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 33/2012
  • Dagsetning: 14/12/2012
  • Fyrirtæki:
    • Orkuveita Reykjavíkur
    • Sorpa bs.
    • N1 hf.
    • Metan hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Olíuvörur og gas
  • Málefni:
    • Ólögmætt samráð
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar ólögmætt samráð SORPU bs., Metans hf., N1 hf. og Orkuveitu Reykjavíkur um ákvörðun smásöluverðs á metangasi á útsölustöðvum N1 hf., áður Olíufélagsins hf. Hafði N1 hf. frumkvæði að því að upplýsa Samkeppniseftirlitið um tilvist samningsins og óskaði eftir niðurfellingu á mögulegum sektum á grundvelli reglna Samkeppniseftirlitsins nr. 890/2005 um atvik sem leiða til niðurfellingar sekta eða ákvarðana um að lækka sektir í málum er varða ólögmætt samráð fyrirtækja. Snéru hin fyrirtækin sér síðan til eftirlitsins og luku málinu með sátt við Samkeppniseftirlitið. N1 hf. uppfyllti skilyrði reglnanna og fékk sekt sína í málinu fellda niður. Hin félögin luku málinu með sátt gagnvart Samkeppniseftirlitinu þar sem þau féllust á að greiða stjórnvaldssektir að samanlagðri fjárhæð 9 milljón kr. og sæta skilyrðum í því skyni að örva samkeppni á mörkuðum tengdri sölu á metangasi.

Tengt efni