Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Verkís hf. og Almennu verkfræðistofunnar hf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 03/2013
 • Dagsetning: 21/2/2013
 • Fyrirtæki:
  • Verkís hf.
  • Almenna verkfræðistofan hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Sjálfstætt starfandi sérfræðingar (lögmenn, endurskoðendur, arkitektar, verkfræðingar, dýralæknar, aðrir ráðgjafar)
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Þann 28. júní 2012 barst Samkeppniseftirlitinu bréf frá lögfræðistofunni Logos þar sem tilkynnt var um samruna Almennu verkfræðistofunnar hf. og Verkís hf. Samkeppniseftirlitið taldi að fyrri samrunatilkynning samrunaaðila og upplýsingar sem henni fylgdu hafi ekki uppfyllt skilyrði samkeppnislaga og reglna um efni samrunatilkynninga.

  Eftir að Samkeppniseftirlitið hafði tilkynnt um að upphafleg samrunatilkynning væri ófullnægjandi, með bréfi dags. 1. nóvember 2012, barst Samkeppniseftirlitinu ný samrunatilkynning og samrunaskrá vegna samruna Verkís og Almennu verkfræðistofunnar, dags. 20. nóvember 2012. Í þeirri samrunatilkynningu hafði verið bætt úr þeim annmörkum sem Samkeppniseftirlitið hafði bent á að væru á fyrri samrunatilkynningu. Þeir annmarkar vörðuðu einkum umfjöllun um samstarf samrunaaðila við keppinauta auk umfjöllunar um hagsmunasamtök sem samrunaaðilar eru aðilar að. Í nýrri samrunatilkynningu kom fram ósk samrunaaðila um sáttaviðræður vegna þeirra hugsanlegu vandkvæða sem Samkeppniseftirlitið teldi að leiða kynnu af samrunanum.

  Í kjölfarið hafa viðræður Samkeppniseftirlitsins við samrunaaðila leitt til þess að Verkís og Almenna verkfræðistofan hafa gengist undir sátt í málinu á grundvelli 17. gr. f samkeppnislaga og 22. gr. reglna um málmeðferð Samkeppniseftirlitsins nr. 880/2005. Sáttin felur í sér skilyrði fyrir þeim samruna sem fjallað er um í máli þessu, en nánar er fjallað um skilyrðin í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar.