Samkeppniseftirlitið hefur í dag birt ákvörðun nr. 9/2013, Kvörtun Íslensk-Ameríska verslunarfélagsins vegna kynningarstarfsemi Umhverfisstofnunar á umhverfismerkjum. Í ákvörðuninni beinir Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til Umhverfisstofnunar að stofnunin setji sér verklagsreglur um kynningu á umhverfismerkjum með það að leiðarljósi að framleiðendum vottaðra vöru sé ekki mismunað.