Ákvarðanir
Erindi útgefanda Viðskiptablaðsins, Mylluseturs ehf., um ætlaða misnotkun 365 miðla ehf. á markaðsráðandi stöðu.
- Sækja skjal
 - Málsnúmer: 16/2013
 - Dagsetning: 5/6/2013
 - 
                    Fyrirtæki:
                        
                            
- 365 miðlar ehf.
 - Myllusetur ehf.
 
 - 
                    Atvinnuvegir:
                        
                            
- Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
 - Prentmiðlar
 
 - 
                    Málefni:
                        
                            
- Markaðsyfirráð
 
 - 
                    Reifun
                    
Samkeppniseftirlitið hefur í dag birt ákvörðun nr. 16/2013, Erindi útgefanda Viðskiptablaðsins, Mylluseturs ehf., um ætlaða misnotkun 365 miðla ehf. á markaðsráðandi stöðu. Í ákvörðuninni er komist að þeirri niðurstöðu að talsverðar líkur séu á því að 365 miðlar ehf., útgefandi Fréttablaðsins, séu markaðsráðandi á markaði fyrir auglýsingar í dagblöðum á Íslandi. Hins vegar er komist að þeirri niðurstöðu að erindi kvartanda og þau gögn sem aflað hefur verið vegna athugunar málsins veiti ekki þær vísbendingar um misnotkun á markaðsráðandi stöðu að tilefni sé til frekari rannsóknar.