Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Atlantic Tank Storage ehf., Skeljungs hf. og Birgðastöðvarinnar Miðsandi ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 19/2013
 • Dagsetning: 20/6/2013
 • Fyrirtæki:
  • Skeljungur hf.
  • Atlantic Tank Storage ehf.
  • Birgðastöðin Miðsandur ehf. og olíubirgðastöðin að Litla-Sandi í Hvalfirði
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Olíuvörur og gas
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun
  Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Atlantic Tank Storage ehf., Skeljungs hf. og Birgðarstöðvarinnar Miðsandi ehf. vegna sameiginlegra yfirráða Atlantic Tank Storage og Skeljungs í síðastnefnda félaginu en það félag á birgðageymslu í Hvalfirði. Hinn skilgreindi markaður í málinu var talin ná til leigu á olíubirgðarýmum á Íslandi til geymslu á olíu fyrir erlenda viðskiptavini sem stunda viðskipti með olíu á alþjóðlegum mörkuðum. Það var mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn muni ekki hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Var þá einkum litið til þess að markaðshlutdeild samrunaaðila er slík að samruninn hindrar ekki virka samkeppni á hinum skilgreinda markaði. Samkeppniseftirlitið taldi því ekki ástæðu til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.