Samkeppni Logo

Samruni Atlantic Tank Storage ehf., Skeljungs hf. og Birgðastöðvarinnar Miðsandi ehf.

Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Atlantic Tank Storage ehf., Skeljungs hf. og Birgðarstöðvarinnar Miðsandi ehf. vegna sameiginlegra yfirráða Atlantic Tank Storage og Skeljungs í síðastnefnda félaginu en það félag á birgðageymslu í Hvalfirði. Hinn skilgreindi markaður í málinu var talin ná til leigu á olíubirgðarýmum á Íslandi til geymslu á olíu fyrir erlenda viðskiptavini sem stunda viðskipti með olíu á alþjóðlegum mörkuðum. Það var mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn muni ekki hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Var þá einkum litið til þess að markaðshlutdeild samrunaaðila er slík að samruninn hindrar ekki virka samkeppni á hinum skilgreinda markaði. Samkeppniseftirlitið taldi því ekki ástæðu til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.
Ákvarðanir
Málsnúmer

19 / 2013

Dagsetning
20. júní 2013
Fyrirtæki

Atlantic Tank Storage ehf.

Birgðastöðin Miðsandur ehf. og olíubirgðastöðin að Litla-Sandi í Hvalfirði

Skeljungur hf.

Atvinnuvegir

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Olíuvörur og gas

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.