Samkeppni Logo

Kaup Nathan & Olsen hf. á snyrtivörudeild Forvals heildverslunar ehf.

Reifun

Í ákvörðuninni er fjallað um kaup Nathan & Olsen hf. á snyrtivörudeild Forvals heildverslunar ehf. en bæði fyrirtækin hafa flutt inn og selt hreinlætis- og snyrtivörur í heildsölu. Samkeppniseftirlitið telur með hliðsjón af upplýsingum um hlutdeild og vægi samrunaaðila í innflutningi og sölu á slíkum vörum að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna kaupanna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga. Ljóst er að þó vörur beggja fyrirtækja tilheyri breiðum flokki hreinlætis- og snyrtivara í víðum skilningi er vöruframboð þeirra mjög mismunandi auk þess sem margir aðilar aðrir koma að sölu á vörum í þessum flokkum. Þannig er hlutdeild samrunaaðila ekki það há í neinum flokki að hún veiti vísbendingar um að samruninn hindri virka samkeppni. Þá er vöruframboð fyrirtækjanna mjög mismunandi hvað varðar verð, gæði og þjónustu. Einnig er ljóst að kaupendastyrkur stærstu viðskiptavina (endurseljenda) beggja samrunafyrirtækjanna er all nokkur.

Ákvarðanir
Málsnúmer

22 / 2013

Dagsetning
08/14/2013
Fyrirtæki

Forvals heildverslunar ehf.

Nathan & Olsen hf.

Atvinnuvegir

Bygginga- og heimilisvörur (heimilistæki, föt, snyrtivörur)

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.