Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup HB Granda hf. á öllu hlutafé í Laugafiski ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 29/2013
 • Dagsetning: 6/12/2013
 • Fyrirtæki:
  • HB Grandi hf.
  • Laugafiskur ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Sjávarútvegur og fiskvinnsla
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup HB Granda hf. á öllu hlutafé í Laugafiski ehf. HB Granda hf. stundar veiðar og vinnslu á bolfiski og uppsjávarfiski og hefur mestar aflaheimildir íslenskra útgerðafélaga á Íslandi. HB Grandi hf. starfar ekki á sama markaði og Laugafiskur ehf. sem þurrkar og verkar hausa og hryggi til útflutnings og selur allar afurðir sínar til Nigeríu. Samkeppniseftirlitið telur að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.