Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Beiðni Auðkennis ehf. um framlengingu undanþágu um rekstur öryggisbúnaðar í bankaþjónustu.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 31/2013
 • Dagsetning: 18/12/2013
 • Fyrirtæki:
  • Auðkenni ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjármálaþjónusta
  • Önnur fjármálaþjónusta
  • Viðskiptabankaþjónusta
 • Málefni:
  • Undanþágur
 • Reifun

  Auðkenni ehf. hefur óskað eftir framlengingu á undanþágu, sem Samkeppniseftirlitið veitti á grundvelli ákvæðis 15. gr. samkeppnislaga með ákvörðun nr. 40/2011 vegna samstarfs banka og sparisjóða vegna kaupa, uppsetningar og rekstrar á svokölluðum Todos öryggisbúnaði í netbankaþjónustu. Með tillit til aðstæðna fellst Samkeppniseftirlitið á að framlengja undanþáguna til 31. desember 2016. Þá er því beint til aðila málsins að gætt sé sérstaklega vel að því að umrætt samstarf taki aðeins til nauðsynlegra þátta sem tengjast rekstri á umræddum öryggisbúnaði í því skyni að vinna gegn því að misfarið verði með aðgangsupplýsingar netbankanotenda.