Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Eikar fasteignafélags hf. og SMI hf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 32/2013
 • Dagsetning: 18/12/2013
 • Fyrirtæki:
  • Eik fasteignafélag hf.
  • SMI hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Fasteignasala
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Með bréfi dags. 3. september 2013 var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Eikar fasteignafélags hf. (hér eftir „Eik“) á meginhluta fasteigna í eigu SMI ehf. (hér eftir „SMI“). Bæði þessi félög eiga og reka fasteignir til útleigu til fyrirtækja. Samkvæmt 17. gr. samkeppnislaga telst samruni hafa átt sér stað þegar breyting verður á yfirráðum til frambúðar, þ.m.t. þegar tiltekið fyrirtæki nær yfirráðum að hluta yfir öðru fyrirtæki með því að kaupa eignir þess, sbr. c-lið 1. mgr. Samkeppniseftirlitið telur að kaup Eikar á tilgreindum fasteignum SMI teljist samruni í skilningi 17. gr. samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að heimila samrunann án íhlutunar.