Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Innness ehf. og Sælkerans ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 33/2013
 • Dagsetning: 19/12/2013
 • Fyrirtæki:
  • Innnes ehf.
  • Sælkerinn ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Matvörur
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Innness ehf. á Sælkeranum ehf. Bæði fyrirtækin starfa sem heildsölufyrirtæki á dagvörumarkaði og flytja inn og selja matvörur. Kaupin fela í sér samruna fyrirtækjanna í skilningi 17. gr. samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að heimila samrunann án íhlutunar.