Samkeppni Logo

Kaup Landsbankans á hlutafé í Ístaki hf.

Reifun

Í kjölfar gjaldþrots Pihl & Søn, dansks móðurfélags Ístaks, veitti Samkeppniseftirlitið Landsbankanum undanþágu hinn 2. september 2013 til að yfirtaka Ístak meðan eftirlitið væri með yfirtökuna til umfjöllunar skv. 4. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga. Var undanþágan veitt þar sem sýnt þótti að Ístak gæti orðið fyrir töluverðum skaða ef ekki yrði af yfirtökunni. Stafaði það af því Pihl & Søn hafði, sem aðalverktaki, m.a. séð um að útvega verkábyrgðir vegna verkefna í Noregi og á Grænlandi og jafnframt höfðu greiðslur farið í gegnum Pihl & Søn til Ístaks. Með aðkomu Landsbankans væri Ístaki gert kleift að taka yfir viðkomandi verksamninga.

Yfirtaka Landsbankans á Ístaki telst vera samruni í skilningi samkeppnislaga. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins við mat á áhrifum samrunans var sú að setja yfirtöku Landsbankans ákveðin skilyrði sem m.a. snúa að því að hraða sölu Ístaks frá Landsbankanum og draga úr mögulegum samkeppnisvandamálum sem leiða af eignarhaldi bankans. Tekist hefur sátt um skilyrðin með Landsbankanum og Samkeppniseftirlitinu og koma skilyrðin fram í ákvörðuninni.

Ákvarðanir
Málsnúmer

35 / 2013

Dagsetning
20. desember 2013
Fyrirtæki

Ístak hf.

Landsbankinn hf.

Atvinnuvegir

Byggingarþjónusta

Verktakastarfsemi

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.