Samkeppni Logo

Samruni AerCap Holdings N.V. og International Lease Finance Corporation

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar yfirtöku AerCap Holdings N.V. og International Lease Finance Corporation. Samrunaaðilar sérhæfa sig fyrst og fremst í fjármögnun og útleigu flugvéla, þar sem þeir útvega flugfélögum flugvélar með því að kaupa þær og leigja flugfélögunum til baka. Báðir samrunaaðilar eru með starfsemi á Íslandi og veita íslenskum flugfélögum þjónustu. Að undangenginni athugun og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruni AerCap og ILFC muni ekki hafa skaðleg áhrif á samkeppni hér á landi. Þannig er sameiginleg hlutdeild samrunaaðila á þeim sviðum viðskipta þar sem áhrifa samrunans gætir ekki það há að hún veiti vísbendingar um að samruninn hindri virka samkeppni. Á það einnig við á Íslandi en það er álit viðskiptavina samrunaaðila hér á landi sem eftirlitið hefur aflað upplýsinga hjá að samruninn muni ekki hindra virka samkeppni. Því er ekki ástæða til að aðhafast frekar vegna samruna AerCap og ILFC á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.

Ákvarðanir
Málsnúmer

3 / 2014

Dagsetning
10. febrúar 2014
Fyrirtæki

AerCap Holdings N.V.

International Lease Finance Corporation

Atvinnuvegir

Flugþjónusta

Samgöngur og ferðamál

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.