Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni I.Á. Hönnunar ehf. og 3X Technology ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 04/2014
 • Dagsetning: 28/2/2014
 • Fyrirtæki:
  • 3X Technology ehf.
  • Í. Á. Hönnun ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Vélar og tæki
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup I.Á. Hönnunar ehf. á 63,64% hlut í fyrirtækinu 3x Technology ehf. I.Á. Hönnun er fyrst og fremst eignarhaldsfélag og fer það meðal annars með yfirráð í Skaganum hf. Skaginn starfar á sviði hönnunar, þróunar og smíða á tæknibúnaði til matvælavinnslu. Fyrirtækið framleiðir einkum búnað til vinnslu uppsjávarfisks, en jafnframt frysti-, kæli- og hreinsikerfi fyrir aðra matvælavinnslu. 3X Technology starfar einnig á sviði hönnunar, þróunar og smíði á tæknibúnaði til matvælavinnslu. Á fyrirtækið rætur sínar að rekja til framleiðslu véla fyrir íslenskan sjávartútveg en hefur þróast út í alþjóðlegt fyrirtæki fyrir hönnun og framleiðslu á háþróuðum kerfum til bolfiskvinnslu. Að undangenginni athugun og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn muni ekki hafa skaðleg áhrif á samkeppni hér á landi. Því er ekki ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.