Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Haru Holding ehf. á öllu hlutafé í Bláfugli ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 08/2014
 • Dagsetning: 1/4/2014
 • Fyrirtæki:
  • Bláfugl ehf.
  • Haru Holding ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Samgöngur og ferðamál
  • Flugþjónusta
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Haru Holding ehf. á öllum hlutum í Bláfugli ehf. Haru Holding er eignarhaldsfélag sem einbeitir sér að fjárfestingum félaga í flugrekstri og tengdri starfsemi. Meðal dótturfélaga þess er Flugfélagið Atlanta ehf. sem hefur höfuðstöðvar á Íslandi. Starfar það eingöngu á erlendum markaði farþega- og fraktflugs. Rekur félagið m.a. sex fraktflugvélar sem þjónusta eingöngu Saudi Arabian Airlines með heimahöfn í Saudi Arabíu. Bláfugl er fraktflugfélag með aðsetur á Íslandi. Félagið flýgur m.a. milli Íslands og Evrópu, en ein af fimm flugvélum félagsins sinnir slíku flugi. Að undangenginni athugun og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn muni ekki hafa skaðleg áhrif á samkeppni hér á landi. Því er ekki ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.