Samkeppni Logo

Kaup Haru Holding ehf. á öllu hlutafé í Bláfugli ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Haru Holding ehf. á öllum hlutum í Bláfugli ehf. Haru Holding er eignarhaldsfélag sem einbeitir sér að fjárfestingum félaga í flugrekstri og tengdri starfsemi. Meðal dótturfélaga þess er Flugfélagið Atlanta ehf. sem hefur höfuðstöðvar á Íslandi. Starfar það eingöngu á erlendum markaði farþega- og fraktflugs. Rekur félagið m.a. sex fraktflugvélar sem þjónusta eingöngu Saudi Arabian Airlines með heimahöfn í Saudi Arabíu. Bláfugl er fraktflugfélag með aðsetur á Íslandi. Félagið flýgur m.a. milli Íslands og Evrópu, en ein af fimm flugvélum félagsins sinnir slíku flugi. Að undangenginni athugun og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn muni ekki hafa skaðleg áhrif á samkeppni hér á landi. Því er ekki ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.

Ákvarðanir
Málsnúmer

8 / 2014

Dagsetning
1. apríl 2014
Fyrirtæki

Bláfugl ehf.

Haru Holding ehf.

Atvinnuvegir

Flugþjónusta

Samgöngur og ferðamál

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.