Samkeppni Logo

Samruni Leitis eignarhaldsfélags ehf. og Eggerts Kristjánssonar hf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Leitis eignarhaldsfélags ehf. á 70% eignarhlut í Eggerti Kristjánssyni hf. Skráður tilgangur Leitis eignarhaldsfélag ehf. er fjárfesting og eignarhald í atvinnurekstri. Meðal félaga í eigu þess eru Stjarnan ehf. og Sólstjarnan ehf. Stjarnan ehf. starfar á skyndibitamarkaði og rekur 24 veitingastaði undir merkjum Subway. Sólstjarnan ehf. er innflutnings- og heildsala og flytur aðallega inn hráefni fyrir Stjörnuna ehf. til að nota í rekstri skyndibitakeðjunnar Subway. Þá er skráður tilgangur Eggerts Kristjánssonar hf. rekstur heildsölu, umboðssölu og verslunar. Hefur félagið sérhæft sig í innflutningi og heildsölu á almennri matvöru til smásala.

Að undangenginni athugun og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn muni ekki hafa skaðleg áhrif á samkeppni hér á landi. Því er ekki ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.

Ákvarðanir
Málsnúmer

11 / 2014

Dagsetning
4. apríl 2014
Fyrirtæki

Eggert Kristjánsson hf.

Leiti eignarhaldsfélag ehf.

Atvinnuvegir

Matvörur

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.