Samkeppniseftirlitinu barst erindi frá Nýju sendibílastöðinni þar sem óskað var eftir heimild, skv. 15. gr. samkeppnislaga, til útgáfu á hámarksökutöxtum fyrir sendibílstjóra sem aka frá stöðinni. Erindið kom í framhaldi af upplýsingabréfi um samkeppnislögin sem Samkeppniseftirlitið sendi Nýju sendibílastöðinni og nokkrum öðrum sendibílastöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Nýju sendibílastöðinni var veitt umbeðin heimild til að gefa út hámarksökutaxta fyrir sendibílstjóranna. Heimildin gildir í fimm ár og er bundin tilteknum skilyrðum.
14 / 2014
Nýja sendibílastöðin ehf.
Leigubílaþjónusta
Samgöngur og ferðamál
Undanþágur
"*" indicates required fields