Samkeppni Logo

Kaup Íslandsbanka hf. á hlutafé í Frumherja hf.

Reifun

Í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar á Frumherja hf., veitti Samkeppniseftirlitið Íslandsbanka hf. undanþágu til að framkvæma samrunann á meðan eftirlitið væri með hann til umfjöllunar skv. 4. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga nr. 44/2005. Var undanþágan veitt þar sem sýnt þótti að Frumherji gæti orðið fyrir töluverðum skaða ef samruninn kæmi ekki til framkvæmdar þá þegar. Yfirtaka Íslandsbanka á Frumherja telst vera samruni í skilningi samkeppnislaga. Niðurstaða Samkeppniseftirlitisins við mat á áhrifum samrunans var sú að setja kaupum Íslandsbanka á Frumherja ákveðin skilyrði sem m.a. snúa að því að hraða sölu Frumherja frá Íslandsbanka og draga úr mögulegum samkeppnisvandamálum sem leiða af eignarhaldi bankans. Tekist hefur sátt um skilyrðin með Íslandsbanka og Samkeppniseftirlitinu og koma skilyrðin fram í ákvörðuninni.

Ákvarðanir
Málsnúmer

18 / 2014

Dagsetning
1. júlí 2014
Fyrirtæki

Frumherji hf.

Íslandsbanki hf.

Atvinnuvegir

Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta

Ýmis þjónusta sem ekki er tilgreind annars staðar

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.