Samkeppni Logo

Yfirtaka Kristins ehf. á ÍSAM ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar yfirtöku Kristins ehf. á öllu hlutafé í ÍSAM ehf. ÍSAM ehf. er einn af stærstu birgjunum á dagvörumarkaði á Íslandi og starfar í innflutningi og í rekstri heildverslunar, auk þess sem félagið framleiðir niðursuðuvörur (ORA), kex (Frón og Kexsmiðjan) og brauð og kökur (Myllan). Kristinn ehf. er eignarhaldsfélag sem stundar kaup og sölu verðbréfa, auk lánastarfsemi. Eini hluthafi Kristins er einkahlutafélagið Fram ehf., en eigandi alls hlutafjár í Fram ehf. er Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir. Samkeppniseftirlitið telur að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.

Ákvarðanir
Málsnúmer

19 / 2014

Dagsetning
2. júlí 2014
Fyrirtæki

ÍSAM ehf.

Kristinn ehf.

Atvinnuvegir

Matvörur

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.