Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Yfirtaka Kristins ehf. á ÍSAM ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 19/2014
 • Dagsetning: 2/7/2014
 • Fyrirtæki:
  • Kristinn ehf.
  • ÍSAM ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Matvörur
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar yfirtöku Kristins ehf. á öllu hlutafé í ÍSAM ehf. ÍSAM ehf. er einn af stærstu birgjunum á dagvörumarkaði á Íslandi og starfar í innflutningi og í rekstri heildverslunar, auk þess sem félagið framleiðir niðursuðuvörur (ORA), kex (Frón og Kexsmiðjan) og brauð og kökur (Myllan). Kristinn ehf. er eignarhaldsfélag sem stundar kaup og sölu verðbréfa, auk lánastarfsemi. Eini hluthafi Kristins er einkahlutafélagið Fram ehf., en eigandi alls hlutafjár í Fram ehf. er Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir. Samkeppniseftirlitið telur að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.