Samkeppni Logo

Kaup FAST-1 slhf. á HTO ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna FAST-1 slhf. og HTO ehf. Félögin starfa við útleigu á atvinnuhúsnæði, helsta eign sameinaðs félags er turninn og viðbygging hans að Höfðatúni 2 í Reykjavík. Fyrirtækið telst ekki markaðsráðandi, en eignasafn þess telur um 55.000 fermetra. Stærstu hluthafar FAST-1 slhf. eru stærstu lífeyrissjóðir landsins, félagið er með rekstrarsamning við Íslandssjóði hf., dótturfélag Íslandsbanka hf. Málinu lauk með sátt Samkeppniseftirlitsins við samrunaaðila þar sem þeir féllust á að samrunanum yrðu sett ákveðin skilyrði sem m.a. er ætlað að tryggja sjálfstæði FAST-1 slhf. sem keppinautar á markaði fyrir útleigu atvinnuhúsnæðis.

Ákvarðanir
Málsnúmer

21 / 2014

Dagsetning
9. júlí 2014
Fyrirtæki

FAST-1 slhf.

HTO ehf.

Atvinnuvegir

Fasteignasala

Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.