Samkeppni Logo

Samruni KS sölu ehf., Sláturhússins Hellu hf. og Skanka ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna KS sölu ehf., Sláturhússins Hellu hf. og Skanka ehf. en KS sala ehf. er dótturfélag í 100% eigu Kaupfélags Skagfirðinga svf. Með umræddum samruna eignast KS sala allt að 60% hlut í Sláturhúsinu Hellu og 60% eignarhlut í Skanka. Á viðkomandi mörkuðum málsins felst starfsemi Kaupfélag Skagfirðinga og tengdra félaga aðallega í sauðfjárslátrun á meðan Sláturhúsið Hellu leggur aðallega stund á nautgripaslátrun og grófvinnslu úr þeim afurðum. Starfsemi Skanka felist aðallega í kjötvinnslu en ekki slátrun líkt og hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og Sláturhúsinu Hellu og er skörun í starfsemi viðkomandi félaga því ekki mikil. Samkeppniseftirlitið telur að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.

Ákvarðanir
Málsnúmer

30 / 2014

Dagsetning
10. nóvember 2014
Fyrirtæki

KS Sala ehf.

Skanka ehf.

Sláturhúsið á Hellu hf.

Atvinnuvegir

Landbúnaður

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.